Besta vika ársins á Austurfrétt

Ríflega tólf þúsund einstakir notendur heimsóttu Austurfrétt í síðustu viku og hafa þeir aldrei verið fleiri á þessu almanaksári.


Þetta kemur fram í samantekt vefmælingar Modernus fyrir síðustu viku þar sem vefurinn er í áttunda sæti yfir mest lesnu vefina. Alls kom 12.041 notandi inn á vefinn í síðustu viku.

Til samanburðar má nefna að íbúar á markaðssvæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs búa um 10.500 manns. Að jafnaði sækja ríflega 8000 notendur vefinn í hverri viku. Það þýðir að Austurfrétt er einn mest lesni landshlutafréttavefur landsins.

Ekki er hægt að segja að nein ein frétt hafi skilað þessum árangri þótt vissulega standi nokkrar uppúr. Þær voru þó ekki endilega gleðilegar, fréttir af lokun Húsasmiðjunnar á Reyðarfirði og uppsögnum HB Granda á Vopnafirði voru meðal þeirra mest lesnu.

Vinsælust var hins vegar aðsend grein landbúnaðarlíffræðingsins og Vopnfirðingsins Kára Gautasonar um samband kjötneyslu og umhverfismála.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.