Skip to main content

Ben Hill með Hetti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. sep 2008 18:10Uppfært 08. jan 2016 19:18

Ben Hill frá Nýja Sjálandi sem spilaði með Hetti í körfunni á síðasta tímabili er mættur aftur til Egilsstaða. Hann segist ætla að spila með Hattarliðinu í vetur, en um tíma leit út fyrir að hann spilaði með Njarðvíkingum í vetur.

ben.jpg

Úr því varð þó ekki þar sem Benny reiknaði ekki með að ná að klára úrslitakeppni með Njarðvíkurliðinu í vor. Hann ákvað því að spila með Hetti í vetur. Hann er samningsbundinn um að mæta á réttum tíma til leiks með liði sínu í Nýja Sjálandi næsta vor.

Benny spilaði að mestu undir körfunni hjá Hetti síðasta vetur, en vill frekar spila sem framherji. Á síðasta tímabili skoraði hann 21,1 stig að meðaltali í leik og tók 10 fráköst. Væntanlega góðar fréttir fyrir Hattarmenn.