Ben Hill með Hetti

Ben Hill frá Nýja Sjálandi sem spilaði með Hetti í körfunni á síðasta tímabili er mættur aftur til Egilsstaða. Hann segist ætla að spila með Hattarliðinu í vetur, en um tíma leit út fyrir að hann spilaði með Njarðvíkingum í vetur.

ben.jpg

Úr því varð þó ekki þar sem Benny reiknaði ekki með að ná að klára úrslitakeppni með Njarðvíkurliðinu í vor. Hann ákvað því að spila með Hetti í vetur. Hann er samningsbundinn um að mæta á réttum tíma til leiks með liði sínu í Nýja Sjálandi næsta vor.

Benny spilaði að mestu undir körfunni hjá Hetti síðasta vetur, en vill frekar spila sem framherji. Á síðasta tímabili skoraði hann 21,1 stig að meðaltali í leik og tók 10 fráköst. Væntanlega góðar fréttir fyrir Hattarmenn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.