Orkumálinn 2024

Aukin aðsókn í Íþróttamiðstöð

Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.

sundmot.jpg

Á vef Fljótsdalshéraðs segir frá því aðí janúar 2008 voru 4.938 heimsóknir í íþróttamiðstöðina á móti 5.923 heimsóknum í janúar 2009. Mætingar í sund í janúar 2008 voru 1.392 en það voru 1.889 í janúar 2009 eða tæplega 36% aukning á milli ára. Þeir sem komu svo í þrek og sund ( en það er fyrir utan þá sem aðeins mæta í sund) í janúar 2008 voru 3.546 á móti 4.024 mætingum í janúar 2009 eða um 13,5% aukning.

Hreinn Halldórsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar segist ekki hafa neinar skýringar á þessari aukningu í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Hann segist hafa séð tölur um aukningu í líkamsræktarstöðvar í Reykjavík og hafi sú aukning verið tengd við ástandið í þjóðfélaginu í dag. Þar hefði verið talað um að þegar þrengdi að hjá fólki þá hugsaði það nær sér í staðinn fyrir annað sem kostaði meira. Með meira atvinnuleysi þá verði meiri tími til ráðstöfunnar og fólk reyndi að hugsa meira um sjálft sig við þær aðstæður. Í beinum tengslum við atvinnuleysið þá hafa stéttarfélög í landinu verið með sérstök tilboð fyrir þá sem eru atvinnulausir í líkamsrækt og sund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.