Skip to main content

Athyglisvert myndband sýnir norðurljósin dansa yfir Egilsstöðum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. okt 2024 12:12Uppfært 08. okt 2024 12:13

Myndband, sett saman úr 300 ljósmyndum, sýnir á merkilegan hátt norðurljós dansa yfir Egilsstöðum á kröftugi kvöldi fyrr í haust. Myndbandið hefur vakið athygli í netheimum.


Það er indverski ljósmyndarinn Avni Tripathi sem stendur að baki myndbandinu. Í umræðum á samfélagsmiðlinum ReddIt, þar sem hún birti myndbandið, útskýrir hún að hún það sé sett saman úr alls 300 ljósmyndum.

Ljósop myndavélarinnar var opið í sex sekúndur og síðan liðu um þrjár sekúndur á milli mynda sem þýðir að myndbandið sýnir hreyfingu norðurljósanna yfir 45 mínútna tímabil.

Myndirnar voru teknar þann 12. september á öflugu norðurljósakvöldi í nágrenni Egilsstaða.

Northern lights time lapse from Egilsstaðir
byu/AvniTripathi inVisitingIceland