Annir í Listasmiðju Norðfjarðar

Mikið er um að vera hjá Listasmiðju Norðfjarðar þessa dagana og hafa þær konur sem standa fyrir félaginu verið að fá góða styrki sem eflt hafa starfsemi smiðjunnar.

Alcoa Fjarðaál veitti 700.000 kr. styrk til tækjakaupa og hefur styrkurinn nýst vel til að auka tækjakost listasmiðjunnar. Einnig fékkst styrkur að upphæð 800.000 kr. frá Samvinnufélagi Útgerðamann í Neskaupstað og 200.000 kr. frá Menningarráði Austurlands. Listasmiðjan er einnig styrkt af menningar-, íþrótta- og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar. Þessi frábæri stuðningur ofangreindra aðila gerir listasmiðjunni kleift að bjóða upp á fjölbreytt námskeið í vetur í húsnæði félagsins sem kallast Þórsmörk og er að Þiljuvöllum 11.

Mikið og blómlegt starf er í gangi í vetur, núna eru 9 aðilar á myndlistanámskeið fyrir fullorðna, einnig er í gangi glerlistanámskeið og námskeið í ullarþæfingu.. Námskeið hafa verið fullsetin fram að þessu en það eru laus pláss á námskeiðum sem eru að hefjast í febrúar. Eitt námskeið tekur við af öðru og um að gera að skrá sig á námskeið það er aldrei of seint. 28. mars hefst tréskurðarnámskeið/ útskurðarnámskeið, það er kennt yfir eina helgi og verður á smíðastofu VA, en á vegum Listasmiðju Norðfjarðar.

Einnig er í gangi myndlistarnámskeið fyrir börn 10-13 ára þar sem tíu börn læra um ýmsar hliðar myndlistar . Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands hafa sótt kennslu í listasmiðjuna og er myndmennt kennd þar tvisvar í viku í vetur sem telur til þriggja eininga náms við Verkmenntaskólann.

Námskeiðin í listasmiðjunni eru öllum opin og nánari upplýsingar um starfsemi Listasmiðju Norðfjarðar veita:

Anna Bjarnadóttir Sími 892-1958.

Theodóra Alfreðsdóttir Sími 848-1990

Frá þessu greinir á vef Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.