Almennt námskeið um bækur Þórbergs

Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn.

g89iseeg.jpg

10. febrúar verður farið yfir ævi- og ritferil Þórbergs í stórum dráttum

24. febrúar á að taka Bréf til Láru til skoðunar, sem og ritgerðir Þórbergs.

10. mars er farið í Íslenskan aðal og Ofvitann.

24. mars er Sálmurinn um blómið skoðuð.

7. apríl farið í Suðursveitarbækur Þórbergs.

Laugardaginn 2. maí verður í boði að þátttakendur fari saman í heimsókn á Þórbergssetur.


Öllum er heimil þátttaka og fólki er frjálst að mæta í eitt eða fleiri skipti eftir því sem þeim hentar.

Stjórnendur námskeiðsins eru Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Háskólasetrinu, og Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.