Skip to main content

Alltaf haft gaman af kennslu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jún 2008 18:28Uppfært 08. jan 2016 19:18

Vordís Eiríksdóttir, frá Neskaupstað, hlaut í dag styrk úr afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands.

ImageVordís dúxaði á stúdentsprófi frá Verkmenntaskóla Austurlands í vor þegar hún útskrifaðist með 9,35 í meðaleinkunn. Styrkinn í dag, 300 þúsund og niðurfelling á innritunargjöldum, hlaut hún meðal annars fyrir góðan námsárangur en hún þurfti einnig að skila inn meðmælum og ritgerð um framtíðaráform sín.

„Þau hafa breyst síðan ég var lítil. Þá ætlaði ég að verða bankastjóri,“ segir Vordís. „Ég ákvað seinna að mennta mig vel í einhverri grein, vinna við hana í 10-15 ár og fara svo að kenna. Ég hef alltaf haft gaman af kennslu,“ sagði Vordís sem hefur nám í rafmagnsverkfræði í haust.

Þetta er í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum en 25 nemendur fengu styrk. „Styrkurinn er rosaleg viðurkenning á maður hafi staðið sig vel. Hann veitir mér líka ákveðið frelsi þar sem ég slepp við námslán,“ sagði Vordís í samtali við Austurgluggann í dag.