Allir ættu að prófa pizzuna í Dalakofanum á Laugum

Hafliði Hinriksson, deildarstjóri rafdeildar Verkmenntaskóla Austurlandis, er verkefnastjóri Tæknidags fjölskyldunnar sem haldinn verður í skólanum á laudardaginn. Hafliði er í yfirheyrslu vikunnar.


Hafliði hefur unnið við Verkmenntaskóla Austurlands undanfarin sex ár og hefur komið að skipulagningu Tæknidagsins með einhverjum hætti á þeim tíma.

„Tæknidagurinn er orðinn fastur þáttur í viðburðaflóru fjórðungsins, þar geta ungir sem aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagurinn er líka gríðarlega mikilvægur fyrir skólan sem kynning á honum og því námi sem hér er í boði. Í ár verður margt að skoða og erfitt að gera upp á milli atriða þar sem margir áhugaverðir aðilar koma og kynna sína starfsemi. Þó er alltaf spenandi að sjá hvaða dýr Doddi á Skorrastað kemur með til að kryfja.“

Fullt nafn: Hafliði Hinriksson.

Aldur: 34 ára.

Starf: Deildarstjóri rafdeildar Verkmenntaskóla Austurlands.

Maki: Sunna Karen Jónsdóttir.

Börn: Elmar Nóni 8 ára og Ernir Máni 5 ára.

Hver er þinn helsti kostur? Passlega kærulaus.

Hver er þinn helsti ókostur? Passlega kærulaus.

Mesta undur veraldar? Að vatn geti ekki runnið upp í móti.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Gott kjöt með tilheyrandi meðlæti.

Hvaða þrjá staði í heiminum dreymir þig um að heimsækja? Dubai, Nepal og Norður Kóreu.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Hafa allar sína kosti, en sumarið er nú alltaf voða gott.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Georg Simon Ohm.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Heiðarleika.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst yngri? Vélstjóri.

Hvað verða allir að prófa minnst einu sinni? Borða pizzu í Dalakofanum á Laugum.

Hvernig er tónlistarsmekkurinn þinn? Hann fer ansi víða.

Settir þú þér áramótaheit? Nei.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Afar mínir.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Örugglega bara Kjörbúðina.

Hverjum líkist þú mest? Sjálfum mér.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Flestu.

Ef þú þyrftir að breyta nafninu þínu, hvað yrði fyrir valinu? Jón.

Mesta afrek? Að hafa lifað lífinu lifandi hingað til.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Laugardeginum ætla ég að eyða á Tæknidegi fjölskyldunar og svo er fótboltamót á sunnudaginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.