Aldrei mætt fleiri
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. júl 2008 17:58 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Guðmundur Magni Ásgeirsson, Bræðslustjóri á Borgarfirði eystri, segir
að aldrei hafi fleiri mætt í bæinn fyrir tónleika kvöldsins.
Magni áætlar að yfir fimm hundruð manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt. „Það er fyrir utan alla hina. Það voru tjöld í öllum görðum og út um allt. Það er komið of mikið af fólki. Það hafa aldrei mætt svona margir á Bræðsluna.“Í gærkvöldi var ball með Villa Naglbít og Óli Palli af Rás 2 þeytti skífum. „Menn skemmtu sér fram undir morgun í gríðarlega góðum fíling.“
Húsið opnar klukkan 19:00 og Dísa kemur fyrst á svið, rétt fyrir klukkan átta. Á eftir fylgja Magni sjálfur, Eivör Pálsdóttir, Amy Kuney og aðalnúmerið, Damien Rice.