Aldrei mætt fleiri

Guðmundur Magni Ásgeirsson, Bræðslustjóri á Borgarfirði eystri, segir að aldrei hafi fleiri mætt í bæinn fyrir tónleika kvöldsins.

ImageMagni áætlar að yfir fimm hundruð manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt. „Það er fyrir utan alla hina. Það voru tjöld í öllum görðum og út um allt. Það er komið of mikið af fólki. Það hafa aldrei mætt svona margir á Bræðsluna.“
Í gærkvöldi var ball með Villa Naglbít og Óli Palli af Rás 2 þeytti skífum. „Menn skemmtu sér fram undir morgun í gríðarlega góðum fíling.“
Húsið opnar klukkan 19:00 og Dísa kemur fyrst á svið, rétt fyrir klukkan átta. Á eftir fylgja Magni sjálfur, Eivör Pálsdóttir, Amy Kuney og aðalnúmerið, Damien Rice.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.