Airbus flugvél Icelandair kemur við á Egilsstöðum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. des 2024 18:09 • Uppfært 07. des 2024 18:12
Ný Airbus þota Icelandair, sú fyrsta frá þeim framleiðanda í flota félagsins, mun hafa viðkomu á Egilsstaðaflugvelli í hádeginu á morgun.
Vélinni var flogið heim eftir að lokið var við framleiðslu hennar í Þýskalandi á miðvikudag. Á morgun er verið ljúka þjálfun flugstjóra áður en vélin bætist inn í leiðakerfi Icelandair í vikunni.
Flogið verður frá Keflavík til Akureyrar og þaðan til Egilsstaða. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair mun vélin stoppa á Egilsstöðum frá klukkan 12:15-13:00.
Annar þeirra tveggja sem eru að ljúka þjálfuninni er Kári Kárason, sem alinn er upp í Neskaupstað. Hann er jafnframt yfirflugstjóri Airbus-vélanna hjá Icelandair. Þær munu síðan bætast við ein af annarri í flota félagsins á næstu mánuðum og árum.