Afmælishátíð Súlunnar

Ungmennafélagið Súlan á 80 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður mikið um dýrðir á Stöðvarfirði nú um helgina.

 

Image Afmælishátíðin hefst á laugardaginn kl. 14:00 með vígslu nýs sparkvallar. Að því loknu fer fram Róbert Jack-mótið í knattspyrnu en þar etja heimamenn kappi við nágranna sína úr Breiðdal. Þar á eftir bjóða sveitarfélagið Fjarðabyggð og KSÍ gestum upp á kaffiveitingar.

 

Hátíðardagskráin heldur áfram kl. 17:00 en þá sýnir leikhúsið Frú Norma leikverkið Soffía mús á tímaflakki. Frú Norma er eina atvinnuleikhús á Austurlandi og gaman er að segja frá því að höfundur leikverksins og tónlistarinnar við það, systurnar Sigríður Lára og Bára Sigurjónsdætur eru einnig héðan að austan.

 

Klukkan 20:00 fer síðan fram golfmót á golfvelli staðarins.

 

Hátíðin heldur áfram á sunnudag og hefst þá dagskráin með sprelli í sundlaug staðarins kl. 11:00. Sundlaugin er einmitt 25 ára á þessu ári. Þarna verður sprellað eitthvað fram eftir degi.

 

Árlegt minningarhlaup um Önnu Maríu verður hlaupið kl. 14:00.

 

Að síðustu verður svo k. 16:00 haldin grillveisla á ræktarsvæði skógræktarfélagsins Nýgræðings. Það félag fagnar einmitt einnig stórafmæli í ár en það er 65 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar