Að heiman og heim um helgina

Árlegur haustfundur SAM-félagsins, grasrótarsamtaka skapandi fólks á Austurlandi, verður haldinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Í Neskaupstað stendur karlakór fyrir dansleik.


Að heiman og heim er viðburður sem haldinn hefur verið undanfarin sex ár en hann hefur snúist um að sýna afurðir ungra Austfirðinga sem hleypt hafa heimdraganum í leit að menntun á sínu sviði.

Að þessu sinni fjallar viðburðurinn um ungt fólk af Austurlandi sem hefur snúið heim til að við að skapa sér atvinnu út frá fjölbreyttri menntun, þekkingu og reynslu. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum allra flokka boðið til samtals um hvaða innviði þarf að efla svo að skapandi fólk geti snúið heim og skapað sér atvinnu á fjölbreyttan hátt og í takt við tíðarandann en þar verður kynntar góðar hugmyndir.

Viðburðurinn er öllum opinn og stendur frá klukkan 16-19 á morgun.

Karlakórinn Ármenn í Neskaupstað stendur fyrir stórdansleik í Egilsbúð annað kvöld. Meðal þeirra sem koma fram til að styðja bandið eru fyrrum meðlimir í rokkhljómsveitinni Amon-Ra.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.