Framsóknarmenn í vígahug

Í nýjasta tölublaði fréttabréfs Framsóknarflokksins kemur fram að Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar stendur nú í ströngu við undirbúning glæsilegs framsóknarteits sem haldið verður þann 11. janúar n.k.  eða á föstudaginn í næstu viku. gudni_belja.jpg

Enn er undirbúningi haldið leyndum en ljóst að mikið verður lagt í gleðina og í fréttbréfi Framsóknar eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka daginn frá í fyrsta lagi og að láta svo sjá sig í góðra vina hópi og fagna nýju ári, sem framsóknarmenn segjast ætla að nýta vel til að efla starf sitt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.