Djúpivogur fyrir alla

Á vefsíðu Djúpavogshrepps kemur fram að nú hefur langþráður draumur ræst meðal margra er áhuga hafa á að fylgjast með Djúpavogi og lífinu þar. webcamdjupivogur.jpg

Með uppsetningu á nýrri og öflugri vefmyndavél sem staðsett hefur verið frá góðu sjónarhorni sunnan við voginn fagra, hafa nú skapast aðstæður að sjá og upplifa í beinni útsendingu á netinu miðju Djúpavogs, fallegustu höfn á Íslandi og nærsvæði hennar með fjallahringinn í baksýn.

Ástæða þess að ráðist var í uppsetningu á þessari myndavél er að töluverð eftirspurn hefur verið eftir henni, bæði frá heimamönnum og ekki síður frá burtfluttum og gömlum Djúpavogsbúum sem langar að fylgjast betur með gamla góða bænum sínum.

Myndavélalinsan er með snúningi, þannig að sjónsviðið er vítt, eða allt frá innsiglingunni, yfir höfnina og að Brennikletti. Myndgæðin eru góð en eðlilega verða þau minni þegar birtan er lítil og þá verður myndin stundum svarthvít. Hraðinn á myndunum ráðast að töluverðu leyti af því hve margir eru inni í einu að skoða, eftir því sem fleiri eru hægir aðeins á henni. Reynt verður að bæta úr hraðanum eins og hægt er með bestu tengingu.

Leitað var til Djúpavogshrepps að fjármagna það sem vantaði upp á vantaði varðandi kostnað við vélina og var þá jafnhliða fallist á að myndavélin yrði rekin á nafni Djúpavogshafnar, enda verður hún án vafa gott markaðstæki fyrir höfnina til framtíðar. Þá verður vefmyndavélin án nokkurs vafa mikil og góð auglýsing fyrir heimasíðuna okkar og þá um leið Djúpavogshrepp allan.

Skoðið vélina á vef Djúpavogshrepps


Styrktaraðilar voru eftirtaldir:

Vísir hf
Fiskmarkaður Djúpavogs
Kvenfélagið Vaka
Austverk ehf
Raflagnir Austurlands ehf
Hótel Framtíð ehf

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.