Dulinn hlutur í tryggingafélagi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. des 2007 20:17 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Samkvæmt fundargerð hreppstjórnar Djúpavogs á hreppurinn dulinn hlut í Samvinnutrygginum GT, sem er undir Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Djúpavogshreppur mun ekki eiga hlut í eignarhaldsfélaginu, en samkvæmt gögnum sveitarstjóra eru sveitarfélög á stærð við Djúpavog að fá um 6 milljónir ársarð.
Dulinn hlutur hreppsins í Samvinnutryggingum fæst ekki uppgefinn. Upplýsingar um eignarhlutinn munu liggja fyrir fljótlega á næsta ári. Sveitarstjóra hefur verið veitt heimild til að gera ráð fyrir arðshlut upp í kostnað við brunavarnir árið 2008