Tvö tilboð bárust í Nesjaskóla
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. des 2007 15:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Tvö tilboð bárust í fasteignir fyrrum grunnskóla í Nesjum við Hornafjörð, en tilboðin voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum. Guðjón Pétur Jónsson á Höfn átti hærra boðið en það ljóðaði upp á 60,5 milljónir fyrir einbýlishúsið Sunnuhvol, heimavistarskólahúsnæðið, kennslustofur sem Framhaldsskóli A-Skaft var áður í, mötuneyti, 4 íbúðir, og geymslur.
Guðjón gerði jafnframt frákvikstilboð ef allar byggingar skólans yrðu teknar inn, (núverandi skólahúsnæði) upp á 25 milljónum meira. Sveitarfélagið hefur nú um 30 daga til ákvörðunartöku um það hvort þeir taki tilboðinu eða hafni því, miðað við samþykktir bæjarrráðs.
horn.is segir frá