Tvö tilboð bárust í Nesjaskóla

nesjaskoli.jpghorn.is segir frá


Tvö tilboð bárust í  fasteignir fyrrum grunnskóla í Nesjum við Hornafjörð, en tilboðin voru  opnuð í  morgun hjá Ríkiskaupum. Guðjón Pétur Jónsson á Höfn átti hærra boðið en það ljóðaði upp á 60,5  milljónir fyrir einbýlishúsið Sunnuhvol, heimavistarskólahúsnæðið, kennslustofur sem Framhaldsskóli A-Skaft var áður í, mötuneyti, 4 íbúðir, og  geymslur.

Guðjón gerði jafnframt frákvikstilboð ef allar byggingar skólans yrðu teknar inn, (núverandi skólahúsnæði) upp á 25 milljónum meira. Sveitarfélagið hefur nú um 30 daga til ákvörðunartöku um það hvort þeir taki tilboðinu eða hafni því, miðað við samþykktir bæjarrráðs.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.