Færðu Stríðsárasafninu hermannabúning í afmælisgjöf

stridsarasafn 20ara 0050 webStríðsárasafninu á Reyðarfirði bárust tveir nýir gripir á 20 ára afmælishátíð í gær. Um var að ræða hermannabúning og hermannabedda.

Það voru tveir félagar úr breski frímúrarastúku, Óskar Sigurðsson og Páll Ólafsson, sem komu með hermannabúninginn.

Reyðarfjörður var hernuminn 10. maí árið 1940. Þar voru hermenn úr bresku Polar Bear herdeildinni á ferðinni en tveimur vikum síðar kom önnur herdeild. Þeir hermenn klæddust búningi eins og þeim sem afhentur var í gær en hann var fyrst tekin í notkun það ár.

Búningar beggja deildanna var úr ull en reynt var að endurhanna búninginn þannig að hann væri ódýrari og léttari. Hermannagallinn var aftur þróaður fyrir innrásina í Normandí sem markaði upphafið að lokum stríðsins.

Óskar, sem starfar hjá breska sendiráðinu á Íslandi, segist hafa fengið beiðni frá Hernámssetrinu um að slíkan búning. Í apríl komu breskir frímúrarar í heimsókn og þar var einn úr hernum sem gat haft milligöngu um búning sem var afhentur 10. maí.

Óskar birti mynd af honum á Facebooks-síðu sinni og segist strax hafa fengið athugasemd frá Ísak Ólafssyni, fyrrum bæjarstjóra á Reyðarfirði, um að næst vantaði búning austur.

Tveimur dögum síðar fóru Óskar og Páll á frímúrarfund í London og báru upp erindi sitt. Bretarnir tóku vel í það og söfnuðu fyrir búningnum sem kom til landsins í vikunni.

Þá fékk safnið einnig hermannabedda úr safni Óskars Sigurbjörns Ólafssonar, seglasaumara. Hann var beðinn um að gera tvo bedda fyrir herinn en þeir voru aldrei sóttir til hans. Afkomendur hans ákváðu að gefa þá austur á Reyðarfjörð annars vegar og á Hernámssetrið í Hvalfirði hins vegar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.