Austfirskt tríó á einni stærstu tónlistarhátíð Noregs

fura airwavesHljómsveitin Fura er á leið á norsku tónlistarhátíðina By:Larm sem er ein sú þekktasta þar í landi. Þrjár íslenskar sveitir koma fram á hátíðinni sem hófst í gærkvöldi.

Hljómsveitin Fura er tríó sem samanstendur af þeim Björt Sigfinnsdóttur, söngkonu frá Seyðisfirði og tvíeyki úr Bloodgroup, Halli Jónssyni frá Egilsstöðum og Janusi Rasmussen frá Færeyjum .

Þau verða ein þriggja íslenskra hljómsveita sem leika á bransatónlistarhátíðinni By:Larm í Osló í Noregi um helgina. Hátíðin er tvískipt. Festival og ráðstefna. Megintilgangurinn er að kynna eftirsótta listamenn sem eru á barmi velgengninnar, ýmist í heimalandinu eða á alþjóða vettvangi.

Plata er væntanleg frá sveitinni en hún hefur gefið út tvö lög, Poems of the past og Demons. Hún lék á Airwaves tónlistarhátíðinni síðasta haust við afar góðar undirtektir.

Fura er á meðal 10 norrænna hljómsveita sem getið er sérstaklega á the Nordic Playlist, sem gefinn er út vikulega, og er í þessari viku tileinkaður hátíðinni.

Í kynningu á Furu fyrir hátíðina segir meðal annars: „Örugg, dýrindis silkiröddin er nostursamlega ofin saman við rafrænan bakgrunn. Hin íslenska Fura ástríðufullt og spennandi nýtt samstarfsverkefni fjölbreytts og spennandi hæfileikafólks."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.