Stærsta Bjólfsmótið til þessa: Mun skemmtilegra að spila þegar peningar eru undir

bjolfur membersÞað hefur skapast hefð fyrir að Pókerklúbburinn Bjólfur haldi opið mót og bjóði vinum og vandamönnum að grípa í spil á Rauða ljóninu í Vesturbænum í Reykjavík í janúar.

Mótið fór fram föstudaginn 10. janúar síðastliðin. „Við höldum alltaf open mót í byrjun árs og bjóðum alltaf vinum og ættingjum til að koma spila með okkur, þetta var fimmta mótið sem við höldum og var það stærsta til þessa. Það mættu tæplega þrjátíu brottfluttir Seyðfirðingar eða vinir þeirra í póker, “ segir Logi Helgu, formaður Bjólfs í samtali við Austurfrétt

Pókerklúbburinn var stofnaður fyrir um fimm árum síðan og eru félagsmenn fráfluttir Seyðfirðingar. „Við vorum nokkrir sem vorum að hittast að spila póker fyrir mörgum árum en svo var það Elvar Snær Kristjánsson sem er með Seyðisfjarðarpóstinn startaði þessu formlega snemma árið 2010. Þá fékk klúbburinn nafnið og var formlega settur. Markmið klúbbsins er að sem flestir meðlimir hittist einu sinni í mánuði, fái sér nokkra kalda, spili póker og skemmti sér. Lagt var af stað með það fyrir augum að meðlimir væru skemmtilegir strákar, sem þættu gaman að spila póker og það vildi bara svo til að 99% af þeim eru Seyðfirðingar.“

Heppnaðist vel

En hvernig heppnaðist kvöldið? „það heppnaðist rosalega vel. það mættu aðeins fleiri en við áttum von á, en þetta rétt slapp til. Ef að fleiri hefðu mætt hefðum við þurft að vísa þeim frá. En það var rífandi stemmning og það er skemmtilegt að segja frá því að í ár fengum við konur í fyrsta sinn við borðið og það var afskaplega skemmtilegt.“

Gaman að spila upp þegar peningar eru undir

En hvað er það sem er svona heillandi við póker? „Póker er svakalega skemmtilegur leikur. Þú getur spilað póker bara til að spila spilin, eða til að spila á móti leikmönnunum, eða eftir aðferðahugmyndum og/eða eftir tilfinningunni. Svo eru sumir sem hugsa bara um tölurnar og líkindin þannig að þetta er mjög margþættur leikur. Svo verður hann náttúrulega mun skemmtilegri þegar það eru peningar undir, en að því sögu þá er það kannski 2-3000 kr. á kvöldi sem hver spilari fer með. Við spilum aldrei fyrir hærri upphæð en það, enda var hugmyndin með klúbbnum fyrst og fremst félagsskapurinn, sem er æðislegur,“ segir Logi að lokum.

Það var Kári Kolbeinsson, eða killerinn eins og hann er kallaður sem fór með sigur af hólmi á Bjólfi open 2015.

Myndir og umfjöllun um mótið má finna á heimasíðu Bjólfs.

bjolfur open




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.