Námskeið um meistara Megas: Hann er Íslensk bókmenntasaga eins og hún leggur sig

Kjartan glumur kjartanssinÞað er ekki á hverjum degi sem fólk getur skellt sér á námskeið til að læra um meistara Megas. En eitt slíkt verður haldið á Reyðarfirði mánudaginn 24. nóvember næst komandi.

Námskeiðið er á vegum Austurbrúar og það er Kjartan Glúmur Kjartansson íslenskufræðingur sem ætlar að segja frá uppvexti hans og list.

„Ég mun fjalla um uppvaxtarár Megasar í Reykjavík um miðja 20. öld og fara í gegnum tónlistarferil hans frá upphafi og fram á þennan dag. Ég mun líka spila talsvert af tónlist og rýna í textana hans með þátttakendum. Bæði út frá bragfræðilegu samhengi og einkenni ljóða.,“ segir Kjartan Glúmur þegar blaðamaður Austurfréttar hringdi í hann.

Megas hefur verið umtalaður, umdeildur og jafnvel úthrópaður síðan hann kom fram á sjónarsviðið í kringum 1970. En hvað er það við skáldið sem heillar Kjartan?

„Megas hefur verið einn af mínum uppáhalds síðast liðin þrjátíu ár og það sem heillar mig mest eru textarnir hans. Þrátt fyrir að hann eins og margir aðrir hafi gefið út fullt af bulli þá á hann mjög mikið af ótrúlega flottum textum, og hann hefur líka samið ógrynni af fallegum lögum líka. Megas er bara Íslensk bókmenntasaga eins og hún leggur sig því hann hefur tekið fyrir svo marga hluti í sögunni gegnum aldirnar í textum sínum. Mér finnst hann vanmetið tónskáld.“

En hver er þessi maður sem hefur verið verðlaunaður fyrir íslenskt mál, sumum til gleði en öðrum til skelfingar? Úr hvaða umhverfi kemur Megas og hvert er framlag hans til íslenskrar menningar?

„Ég mun svar öllum þessum spurningum á námskeiðinu. Ég hvet alla til að mæta sem vilja kynna sér verk Megasar hvort sem þeir hafa fylgst með honum í gegnum tíðina eða vilja kynna sér verk hans betur. Þetta verður virkilega skemmtilegt,“ segir Kjartan Glúmur að lokum

Námskeiðið mun fara fram á Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði og verður kennt frá klukkan 20:00-22:00 eitt kvöld í viku og dreifist námskeiðið á fjórar vikur.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna HÉR

Mynd: Austurbrú


 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.