Framlag brottfluttra rannsakað: Heima er þar sem eyjahjartað slær

9351539703 1faea79521 bNorrænt rannsóknarverkefni á fjárhags-, félags- og menningarlegu virði þess framlags sem brottflutt ungt fólk leggur til við ýmis menningarverkefni og viðburði á heimaslóðum hefur hlotið 10 milljóna króna styrk frá Nordregio – Nordic Demographic Programme 2013-2014. Að verkefninu standa sveitarfélagið Vágur í Færeyjum, CRT á Borgundarhólmi, menningarráð Vesterålen og Austurbrú – Miðstöð menningarfræða. Aðeins sex verkefni hlutu styrk að þessu sinni en Norræna ráðherranefndina fjármagnar sjóðinn.

Verkefnið, sem er til eins árs, er framhald af verkefni sem CRT á Borgundarhólmi, Austurbrú og Menningarráð Vesterålen unnu árið 2013 undir sömu yfirskrift. Þar var sjónum beint að því hvernig ungt fólk sem flutt hefur frá æskustöðvunum (í þessu tilfelli Borgundarhólmur) virka í raun sem auðlind fyrir heimabyggðina.

Megin niðurstöður verkefnisins voru að hægt er að skipta þessari auðlind í fimm flokka: Bein efnahagsleg auðlind, óbein ímyndarsköpun í gegnum þátttöku í viðburðum, fyrirmynd fyrir ungt fólk sem enn býr á staðnum og hreyfanlegur þekkingarauður. Af þessu má leiða að tímabært er að líta brottflutning ungs fólks úr heimabyggð öðrum augum þar sem áhrif þeirra og innlegg þess þar eru umtalsverð í hagrænu, félagslegu og menningarlegu tilliti.

Í verkefninu nú verður fjárhags-, félags- og menningarlegt virði þessa framlags brottflutts ungs fólks rannsakað. Verkefnið hefur verið víkkað út þannig að fimm viðburðir verða rannsakaðir á tímabilinu apríl 2014 til febrúar 2015 í hverju landi; þ.e. í Borgundarhólmi í Danmörku, Vesterålen í Noregi, Austurlandi á Íslandi og Vágur í Færeyjum.

Þróuð verða sameiginleg verkfæri og skapalón fyrir rannsóknina. Vonast er til að niðurstöðurnar geti verið gagnlegar fyrir stjórnmálamenn og stefnumótandi aðila, bjóði upp á nýja sýn í byggðamálum og undirstriki ekki síður virði fjölbreytts menningarlífs.

Verkefnisstjóri fyrir hönd Austurbrúar og Miðstöðvar menningarfræða verður Elfa Hlín Pétursdóttir. Verið er að velja þá viðburði sem rannsakaðir verða en að líkindum verða LungA-hátíðin, Bræðslan, Eistnaflug, Sviðamessan á Djúpavogi auk eins hönnunarverkefnis fyrir valinu.

Í lok verkefnis er fyrirhugað að RoShamBo á Seyðisfirði hanni viðburð/leið til að kynna niðurstöður rannsóknarinnar á hverjum stað fyrir sig. Vinnufundur með öllum aðilum verður í maíbyrjun á Austurlandi.

Mynd; LungA

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.