Skip to main content

Við komumst ekki upp með þetta

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. ágú 2010 14:49Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fjarðabyggð festist enn frekar við botn 1. deildar karla í knattspyrnu eftir 1-2 tap gegn ÍR á Eskifjarðarvelli á föstudagskvöld. Þjálfari Fjarðabyggðar segir menn ekki komast upp með slíkt kæruleysi og varð Fjarðabyggð að falli í fallbaráttunni.

 

kff_ir_0023_we.jpgFjarðabyggð hafði ágæt tök á leiknum í fyrri hálfleik eftir að Aron Smárason skoraði á þriðju mínútu. Liðið fékk dauðafæri, það besta Grétar Örn Ómarsson á 43. mínútu þegar hann komst einn á móti markverði.

ÍR-ingar snéru við taflinu fyrsta kortérið í seinni hálfleik. Fyrst eftir opnun í vörn Fjarðabyggðar, síðan eftir víti þar sem Srdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, var að leika sér með boltann, missti hann og felldi sóknarmanninn sem náði honum.

„Menn koma út og halda að þeir séu einhverjir snillingar í sportinu, það má ekki,“ sagði Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, í samtali við Agl.is eftir leikinn. „Menn voru ekki tilbúnir í seinni hálfleik og við töpuðum út á það.

Ef þú tapar fótboltaleik þá er það vegna þess að þú ert ekki jafn góður og andstæðingurinn. ÍR-ingar nýttu þessar tvær jólagjafir sem við gáfum þeim.

Sumt var betra í þessumleik en oft áður, við litum meira út eins og lið en við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik. Við komumst ekki upp með þetta.“

Fjarðabyggð er í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Liðið mætir KA á Akureyri annað kvöld en tekur á móti HK á föstudag.