Skip to main content

Valinn í landsliðið í mótórkrossi

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. ágú 2010 00:19Uppfært 08. jan 2016 19:21

hjalli_jons_web.jpgHjálmar Jónsson, Akstursíþróttafélaginu START hefur verið valinn í íslenska landsliðið í mótórkrossi. Bæði hann og yngri bróðir hans hafa náð frábærum árangri á Íslandsmótinu í sumar.

 

Hjálmar verður í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistarakeppni landsliða, MXON, um miðjan næsta mánuð. Keppnin verður í Denver, Colorado í Bandaríkjunum. Hjálmar keppir í opnum flokki (MX Open), þeim sama og hann keppir í í Íslandsmótinu, en þrír efstu í keppninni voru valdir í landsliðið.

Yngri bróðir Hjálmars, Björgvin Jónsson, varð í öðru sæti í unglingaflokki í Íslandsmótinu í sumar en hann vann tvö mót á tímabilinu.