Skip to main content

Unglingameistaramót á skíðum í Oddsskarði um helgina

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. mar 2013 14:47Uppfært 08. jan 2016 19:24

oddsskard_skidi.jpg
Unglingameistarmót Íslands á skíðum verður haldið í Oddsskarði um helgina. Um 120 keppendur eru þar skráðir til leiks á einu fjölmennasta skíðamóti landsins.
 

Setningarathöfn mótsins verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 20:00 annað kvöld en keppni hefst á föstudagsmorgun. Henni er framhaldið á laugardag og sunnudag.

Veðurspá helgarinnar er þokkaleg en helst óttast menn um skyggnið ef skýjað verður eða vind hreyfir. Snjórinn er nægur í brekkunum, of mikill ef eitthvað er.

Austfirðingar héldu síðast stórmót á skíðum árið 2005. Mótið var þá reyndar haldið á Sauðárkróki vegna aðstæðna eystra en þrjátíu manna gengi fór norður og stóð að mótinu með hjálp heimamanna.

Dagskrá og nánari upplýsingar um mótið má finna á http://sff.123.is/.