Skip to main content

UÍA maður setti Íslandsmet á Vilhjálmsvelli

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. ágú 2010 11:03Uppfært 08. jan 2016 19:21

stokkmot_uia_0041_web.jpgAtli Geir Sverrisson, Hetti, setti Íslandsmet í sleggjukasti á frjálsíþróttamóti sem UÍA hélt á Vilhjálmsvelli í seinustu viku. Atli Geir kastaði þar 2 kg sleggju 29,93 metra en hann keppir í flokki 11-12 ára. Hann átti sjálfur metið en hann kastaði 27,83 í lok júní.

 

Mótið var hið þriðja í mótaröð frjálsíþróttaráðs UÍA í sumar en á því var að auki keppt í stökkgreinum og boðhlaupi. Á mótið komu keppendur frá Eyjafjarðarfélögunum UMSE og UFA.