Skip to main content

Tvenn gullverðlaun til keppenda frá UÍA

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. feb 2011 16:29Uppfært 08. jan 2016 19:22

Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára var haldið í Laugardalshöllinni um næstliðna helgi. Keppendur frá UÍA fengu tvenn gullverðlaun og fern silfurverðlaun á mótinu.

meistaramot_uia.jpgAlls tóku 222 keppendur frá 17 héraðssamböndum og félögum þátt í mótinu og var keppni þar hörð og spennandi. UÍA átti sex keppendur á mótinu og fóru þeir mikinn.

Örvar Þór Guðnason varð hlutskarpastur í hástökki 18-19 ára ungkarla og Daði Fannar Sverrisson sigraði í 60 m grindahlaupi 15 ára pilta á tímanum 9,73 sek. Auk þess hafnaði hann í öðru sæti í kúluvarpi 15 ára pilta með kasti uppá 12, 82 m.

Heiðdís Sigurjónsdóttir varð í öðru sæti í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2,33,01 mín og í þrístökki í með stökki upp á 10,00 m, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir varð önnur i 1500 m hlaupi 16 ára stúlkna á tímanum 6,33,96 mín.

Keppendur UÍA á Meistaramótinu, talin frá vinstri: Auðbjörg Þórarinsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Daði Fannar Sverrisson, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Örvar Þór Guðnason. Mynd: Lovísa Hreinsdóttir.