Tveir úr SKAUST á EM í bogfimi
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. feb 2024 15:43 • Uppfært 27. feb 2024 15:50
Daníel Baldursson og Haraldur Gústafsson úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) kepptu í síðustu viku á Evrópumeistaramótinu í bogfimi innanhúss í Varazdin í Króatíu.
Bogfimisamband Íslands sendi á mótið sinn stærsta hóp til þesa, 34 keppendur og 11 lið.
Daníel keppti í flokki 21 árs og yngri og komst í útsláttarkeppnina í báðum tilfellum. Hann var í íslenska trissubogaliðinu sem tapaði fyrir Rúmeníu í átta liða úrslitum. Er það besti U-21 árs liðsins í þeirri keppni til þessa. Daníel var sleginn út í 32 manna úrslitum í einstaklingskeppni, einnig af rúmenskum keppanda.
Haraldur keppti í fullorðinsflokki. Hann féll einnig úr leik í 32 manna úrslitum í einstaklingskeppninni eftir að hafa tapað fyrir ítölskum keppanda. Þá var hann í sveigbogaliði karla sem tapaði gegn Ítölum í átta liða úrslitum.
Daníel Baldursson í keppni í Króatíu. Mynd: Bogfimisamband Íslands