Skip to main content

Tveir skíðamenn úr UÍA í úrvalshópi Skíðasambandsins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. nóv 2016 12:49Uppfært 01. des 2016 18:33

Tveir austfirskir skíðamenn hafa verið valdir í níu manna manna úrvalshóp Skíðasambands Íslands fyrir stórmót á Ítalíu í mars.


Annars vegar er um að ræða Andra Gunnar Axelsson úr Neskaupstað og hins vegar Emblu Rán Baldursdóttur frá Egilsstöðum.

Þau taka þátt í hinum ítölsku Andrésar Andar leikum sem haldnir verða í Folgaria á Ítalíu aðra helgina í mars.

Íslenski hópurinn samanstendur af krökkum fæddir 2001-2003. Embla og Andri eru bæði úr elsta hópnum. Við val á honum var stuðst við árangur í bikarkeppni Skíðasambandsins þar sem þau hafa keppt undir merkjum UÍA.