Skip to main content

Tveir í U-19 ára landsliðinu í blaki

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2017 11:45Uppfært 06. jan 2017 11:46

Tveir leikmenn Þróttar halda til Rúmeníu í næstu viku með U-19 ára landsliðið drengja í blaki. Bæði karla og kvennaliðin eiga heimaleiki gegn KA um helgina.


Leikmennirnir tveir eru þeir Atli Fannar Pétursson og Galdur Máni Davíðsson. Mótið fer fram í Ploiesti í Rúmeníu dagana 11. – 16. janúar. Andstæðingar Íslands þar verða auk heimamenna Portúgal og Belgía. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið í þessum aldursflokki tekur þátt í Evrópumóti landsliða.

Bæði karla- og kvennalið Þróttar spila heima gegn KA um helgina. Karlaliðin spila tvisvar, fyrst klukkan 20:00 í kvöld og 13:00 á morgun. Kvennaliðin spila klukkan 15:00 á morgun.

Þá fer fram þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 17:30 í kvöld. Dagskráin er hefðbundin, afreksfólk Hattar verður heiðrað og flugeldasýning í lokin. Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttamiðstöðinni klukkan 17:15.