Tveir Austfirskir Íslandsmeistarar í spjótkasti
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. ágú 2011 16:59 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Brynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson urðu um helgina
Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum í spjótkasti. Meistaramót Íslands
í frjálsíþróttum 15-22ja ára var haldið á Akureyri.
Brynar Gauti kastaði spjótinu 39,43, lengst allra pilta 18-19 ára. Hann varð að auki annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í 800 metra hlaupi.
Daði Fannar þeytti spjótinu 46,53 metra og sigraði í flokki 15 ára pilta. Hann varð að auki annar í sleggjukasti, kringlukasti, kúluvarpi og þrístökki auk þess að hljóta bronsverðlaun í 100 metra grindahlaupi.
Örvar Þór Guðnason, þriðji UÍA maðurinn, vann bronsverðlaun í hástökki. Þeir keppa allir fyrir Hött.
Daði Fannar þeytti spjótinu 46,53 metra og sigraði í flokki 15 ára pilta. Hann varð að auki annar í sleggjukasti, kringlukasti, kúluvarpi og þrístökki auk þess að hljóta bronsverðlaun í 100 metra grindahlaupi.
Örvar Þór Guðnason, þriðji UÍA maðurinn, vann bronsverðlaun í hástökki. Þeir keppa allir fyrir Hött.