Skip to main content

Tveir Austfirðingar á EM í fimleikum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. okt 2016 17:09Uppfært 12. okt 2016 17:10

Tveir Austfirðingar eru í landsliðum Íslands sem í morgun hófu keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið er í Maribor í Slóveníu.


Kristinn Már Hjaltason er í U-18 ára blönduðu liði en það tryggði sér í dag sæti í úrslitum sem fram fara á föstudag. Liðið varð í þriðja sæti forkeppninnar á eftir Dönum og Norðmönnum en á undan Svíum.

Kristinn æfir með Hetti en keppir með Stjörnunni þar sem ekki er til staðar eystra drengjalið í hans aldursflokki.

Þá er Valdís Ellen Kristjánsdóttir í blandaða A-landsliðinu. Valdís Ellen er uppalin hjá Hetti en hefur æft og keppt með Stjörnunni síðustu ár.