Skip to main content

Þrír frá UÍA keppa fyrir Íslands hönd

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. jan 2017 12:23Uppfært 31. jan 2017 14:50

Þrír glímuiðkendur frá UÍA koma til með að keppa með landsliðinu í glímu á Evrópumótinu í keltneskum fangbrögðum.



Tveir karlar og sex konur frá UÍA tóku þátt í Bikarglímu Íslands sem nýlega fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann bæði +90 kg. flokk karla og opinn flokk karla. Hjörtur Elí Steindórsson vann -80 kg. flokk karla. Hörð keppni var í kvennaflokki og vann Eva Dögg Jóhannsdóttir gull í -65 kg flokki kvenna. Daginn eftir var Íslandsmótið í Backhold (skoskum fangbrögðum) og þar stóðu þessir sömu keppendur sig vel.

Sömu helgi voru einnig landsliðsæfingar í glímu, Backhold og Gouren (frönsk glíma). Eftir þær æfingar var ljóst að Ásmundur Hálfdán, Hjörtur Elí og Bylgja Rún Ólafsdóttir frá UÍA myndu keppa í Austurríki fyrir Íslands hönd í apríl.

 

Ljósmynd, frá vinstri; Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir, Nikólína Bóel Ólafsdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir, Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Hjörtur Elí Steindórsson. Á myndina vantar Evu Dögg Jóhannsdóttur.