Torfæra: Bjarnþór bætti bikarmeistaratitlinum við
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. sep 2025 09:45 • Uppfært 08. sep 2025 10:03
Bjarnþór Elíasson, ökumaður úr START akstursíþróttafélagi, tryggði sér um helgina bikarmeistaratitilinn í torfæruakstri. Tvær vikur eru síðan hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni.
Keyrðar voru tvær umferðir í bikarmótinu, sú fyrri var haldin á Suðurlandi í lok maí og keppnin nú fór einnig fram í þeim landshluta, í Stangarhyl við Laugarvatnsveg.
Bjarnþór varð annar í mótinu í fyrri keppninni og einnig annar í mótinu um helgina. Það varð hins vegar til þess að hann varð stigahæstur í heildina í bikarkeppninni.
Bjarnþór, sem býr í Fellabæ, keyrir undir merkjum keppnisliðsins Olsen. Það gerir einnig æskuvinur hans, Guðlaugur S. Helgason, sem varð í þriðja sæti í keppninni um helgina.
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson