Skip to main content

Sumarhátíð UÍA 35 ára

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. júl 2010 14:48Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Fljótsdalshéraði dagana 9. - 11. júlí. Sumarhátíðin fór fyrst fram árið 1975 og er því 35 ára í ár.

sumarhatid_gg.jpgAð auki verða Samkaupsmótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli, Eskjumótið í sundi í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum og norðan Lagarfljóts verður keppt í knattspyrnu og golfi.

Þá verður bændaglíma í boði Launafls í umsjá Glímudeildar Vals í grillpartýi hátíðarnnar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 17:00 á laugardag. Keppt verður í boccia og í fyrsta skipti í strandblaki á sunnudag.

Sumarhátíðin er eitt stærsta verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands ár hvert með hundruðum keppenda. Þá eru ótaldir sjálfboðaliðar og ýmsir aðstandendursem fylgja keppendum.

 

Nánari upplýsingar um sumarhátíðina eru hér.