Skip to main content

Stökk inn í landsliðshóp

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. júl 2017 11:02Uppfært 26. júl 2017 11:04

Mikael Máni Freysson, Ungmennafélaginu Þristi, komst í gær í landshóp Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamóti 20 ára og yngri í næsta mánuði. Sæti hans í liðinu er þó ekki gulltryggt.


Mikael Máni stökk 13,39 metra í þrístökk en þurfti að stökkva yfir 12,90. Aðrir geta þó enn bætt árangur hans og náð sætinu.

Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið til keppni á mótinu í UMEÅ í Svíþjóð um miðjan ágúst. Tveir geta keppt í hverri grein og skiptir árangur tímabilsins fram til 1. ágúst máli. Máni hefur átt í harðri samkeppni við Guðmund Smára Daníelsson, UMSE, um sæti í liðinu.

Máni er bjartsýnn á að komast á mótið eftir góða stökkseríu í gær. „Samkeppnin um sæti í liðinu er hörð en ég vonast eftir að fá að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu. Það væri mikill heiður,“ segir Máni sem ekki hefur áður keppt á Norðurlandamóti.