Steinar Ingi nýr þjálfari Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. okt 2017 09:27 • Uppfært 25. okt 2017 20:28
Steinar Ingi Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari knattspyrnuliðs Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis sem spilar í annarri deild kvenna.
Sara Atladóttir stýrði liðinu framan af nýliðnu sumri en það endaði í sjöunda sæti deildarinnar, annað sumarið sem liðin þrjú vinna saman.
Steinar Ingi hefur um 15 ára reynslu af knattspyrnuþjálfun en hann hefur meðal annars þjálfað yngri flokka Fram, Aftureldingar, Vals og Hattar sem hann lék einnig með. Að auki hefur hann þjálfað meistaraflokk karla hjá KH.
„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Steinar. Hann var fyrsti kostur í starfið. Hann er ungur og spennandi þjálfari sem þróa mun liðið áfram,“ sagði Guðmundur Bj. Hafþórsson formaður rekstrarfélags Hattar sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd félaganna þriggja í samstarfinu.