Stefnir í hreinan úrslitaleik í blakinu
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. mar 2010 18:26 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Þróttur Neskaupstað og HK mætast væntanlega í hreinum úrslitaleik í næstu viku um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki.
Þróttur vann í gærkvöldi KA á Akureyri 0-3, 14-25, 13-25 og 5-25. Um helgina vann Þróttur tvo 3-0 sigra á Fylki.Þróttur hefur fullt hús stiga, 10 stig, en HK sex stig og á leik til góða gegn KA og getur minnkað muninn í tvö stig. HK og Þróttur mætast því væntanlega í hreinum úrslitaleik í Digranesi laugardaginn 10. apríl klukkan 14:00.