Sex grunnskólameistarar frá UÍA
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. mar 2017 15:22 • Uppfært 22. mar 2017 15:22
Sex keppendur frá UÍA unnu sína flokka á Grunnskólamóti Glímusambands Íslands sem fór fram í Ármannsheimilinu Skell í Reykjavík um liðna helgi.
Nítján keppendur tóku þátt fyrir hönd UÍA og stóðu þeir sig með stakri prýði, en sex þeirra urðu grunnskólameistarar í sínum flokki.
Það eru þau Ásdís Iða Hinriksdóttir, Hákon Gunnarsson, Þór Sigurjónsson, Birkir Ingi Óskarsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir og Nikólina Bóel Ólafsdóttir. Heildarúrslit mótsins má sjá hér.
Ljósmynd: Þuríður Haraldsdóttir.