Samkaup styður ungmennastarf Hattar
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. jún 2011 10:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Höttur og Samkaup undirrituðu nýverið samstarfssamning sem gerir það að verkum að Samkaup verður einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs Hattar.
Samningurinn er til þriggja ára. Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar, segir hann renna sterkum stoðum undir fjárhagslegan stöðugleika Hattar. Yfir 500 börn og unglingar studna þar íþróttir í sex deildum.
Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaups, segir samninginn áframhaldandi viljayfirlýsingu fyrirtækisins um að styðja við nærsamfélagið. Félagið hefur styrkt Hött undanfarin þrjú ár og með samningnum er áframhaldandi samstarf tryggt næstu þrjú árin.
