Skip to main content

Þróttur vann Þrótt en tapaði fyrir HK

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. mar 2010 16:07Uppfært 08. jan 2016 19:21

Þróttur Neskaupstað sigraði nafna sinn úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki á föstudagskvöld, 1-3 en töpuðu fyrir HK á laugardag 3-0.

 

ImageÍ fyrri leiknum vann Norðfjarðarliðið fyrstu tvær hrinurnar, 13-25 og 12-25 og þá fjórðu 17-25 á milli þess sem Reykjavíkur liðið vann eina hrinu 25-23. Miglena Apostolova og Helena Kristín Gunnarsdóttir voru stigahæstar með 18 og 16 stig.

Leikinn á laugardag vann HK fyrstu hrinuna 27-25 eftir að Þróttur hafði verið yfir 21-24. Aðra hrinuna vann HK 25-23 og þá þriðju loks 25-11 eftir að einn leikmanna Þróttar hafði meiðst.

HK og Þróttur mætast aftur eftir hálfan mánuð í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll.