Þróttur Nes mætir HK í kvöld í blaki
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. apr 2012 15:33 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Kvennalið Þróttar mætir HK í fyrsta undanúrslitaleik Mikasa-deildarinnar í blaki í kvöld á Neskaupstað. Leikurinn hefst kl 19:30.
Leikur kvöldsins er fyrsti leikur undanúrslitarimmunnar, en fyrra liðið til að vinna tvo leiki kemst í úrslitin. Það lið sem vinnur úrslitin hreppir svo íslandsmeistaratitilinn. Þróttur er með gríðarlega ungt lið, og spennandi verður að sjá hvernig heimastúlkum gengur á móti reyndu liði HK. Spáð er æsispennandi leik þar sem ekkert verður gefið eftir.
Annar leikur verður spilaður í Fagralundi þann 13. apríl kl. 18:00.