Þróttur lagði HK í blaki
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. apr 2012 08:43 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Þróttur bar sigur úr bítum þegar þær mættu HK í æsispennandi blakleik í Neskaupstað í gær.
Gríðarlega spennandi leikur átti sér stað í undanúrslitakeppni Mikasa-deildarinnar í gær. Leikar voru háðir í íþróttahúsinu á Neskaupstað. Jafnt var með báðum liðum meira og minna allar tvær fyrstu hrinurnar, en Þrótti tókst að vinna þær báðar 25-22. Í þriðju hrinu stefndi allt í vænan sigur heimastúlkna, en HK virtist taka sig saman í andlitinu í stöðunni 22-16. HK vann upp muninn og komst yfir 23-24. Þróttur lét ekki segja sér þetta tvisvar og hirti næstu þrjú stig sem tryggðu þeim sigurinn, 26-24 og jafnframt 3-0.
Ljósmyndir: Guðjón Björn Guðbjartsson


