Þróttur í bikarúrslitum um helgina
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. mar 2011 11:38 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Kvennalið Þróttar Neskaupstað spilar um helgina í úrslitum
bikarkeppninnar í blaki. Möguleikar liðsins verða að teljast góðir í
ljósi þess að það er í efsta sæti deildarkeppninnar.
Þróttur mætir KA í undanúrslitum á morgun, laugardag klukkan 14:00. Ýmir og HK mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik klukkan 13:30 á sunnudag. Þróttur vann seinast bikarinn árið 2008. Bikarúrslitaleikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
Liðið er í efsta sæti 1. deildar kvenna en liðið vann Stjörnuna í Neskaupstað um seinustu helgi 3-0.
Liðið er í efsta sæti 1. deildar kvenna en liðið vann Stjörnuna í Neskaupstað um seinustu helgi 3-0.