Skip to main content

Þróttarstelpur á Smáþjóðaleikunum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. jún 2011 10:42Uppfært 08. jan 2016 19:22

blak_hk_throtturn_ymir_throtturr_0154_web.jpgBlakkonur úr Þrótti Neskaupstað mynda uppistöðuna í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Liechtenstein.

Frá Þrótti koma þær Helena Kristín Gunnarsdóttir, Miglena Apostolova og Zharina Filipova auk þjálfrans Apostol Apostolov. Þróttarar geta einnig slegið eign sinni á þær Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, Velinu Aposto og Steinunni Helgu Björgólfsdóttur sem leika með UiS í Noregi og HK í Kópavogi.

Liðið hóf keppni á mánudag og leikur sinni síðasta leik í dag klukkan 14:00 gegn Kýpverjum. Íslenska liðið hefur tapað öllum sínum leikjum en það kýpverska unnið alla. Ljóst er því að við rammann reip verður að draga.