Skip to main content

Þrír bikarar austur á öldungamóti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. maí 2010 19:47Uppfært 08. jan 2016 19:21

Þrjú austfirsk lið unnu sínar deild á öldungameistaramótinu í blaki sem fram fór í Mosfellsbæ um helgina. Yfir tuttugu lið úr fjórðungnum fóru suður til að keppa.

 

blak_oldungamot_2010_0093_web.jpgKarlalið Þróttar vann í 1. deild karla, B lið Þróttar vann 5. deild kvenna og kvennalið Hrafnkels Freysgoða vann 9. deild.

blak_oldungamot_2010_0034_web.jpgÖldungamótið er eitt stærsta íþróttamót ársins á Íslandi með yfir 1000 þátttakendur yfir þrítugu. Héraðsbúar og Seyðfirðingar héldu mótið sameiginlega fyrir ári.