Skip to main content

Nýtt íþróttahús Reyðfirðinga vígt á sunnudag

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. feb 2023 13:33Uppfært 10. feb 2023 12:44

Nýtt íþróttahús á Reyðarfirði verður vígt á sunnudag. Það verður þá tilbúið til íþróttaiðkunar þótt enn sé verið að ganga frá lausum endum.


Fyrsti opinberi viðburðurinn í húsinu var fyrir þremur vikum þegar þorrablót Reyðfirðinga var haldið þar. Í gær fór svo fram svokölluð öryggisúttekt á húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð er enn verið að ganga frá síðustu smáatriðunum, svo sem setja upp hurðapumpur og fleira slíkt.

Húsið verður opnað formlega með fjölskyldudegi frá klukkan 13-16. Þangað mæta gestir úr Latabæ, Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Björn Hákonarson ávarpar samkomuna og íþróttamanneskja Fjarðabyggðar fyrir síðastliðið ár verður verðlaunuð.

Mynd: Fjarðabyggð