Skip to main content

Neisti bikarmeistari Austurlands

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. nóv 2010 14:56Uppfært 08. jan 2016 19:21

neisti_sundmeistarar.jpgLið Neista hampaði stigabikar UÍA í sundi á bikarmóti sambandsins fram fram fór á Djúpavogi um seinustu helgi. Níutíu keppendur frá fimm félögum mættu til leiks á mótið sem ætlað var iðkendum 17 ára og yngri.

 

Neisti fékk 504 stig, lið Sindra varð annað með 205 stig og sunddeild Hattar hafnaði i þriðja sæti með 170 stig.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu stráka og stelpu lið. Í strákaflokki sigraði Neisti með 177 stig og urðu strákar úr Sindra í öðru sæti með 64 stig.

Í stelpnaflokki fór lið Neista einnig með sigur af hólmi og nældi sér í 285 stig en Sindrastelpur höfnuðu í öðru sæti með 123 stig.