Skip to main content

McCauley látinn fara frá Hetti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. nóv 2024 09:55Uppfært 12. nóv 2024 09:56

Bakvörðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir körfuknattleikslið Hattar á Egilsstöðum en hann var látinn taka pokann sinn í byrjun vikunnar. Leit er hafin að nýjum bakverði.

Þetta staðfestir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins, en aðeins fjórir mánuðir eru liðnir síðan McCauley gerði samning við Hött út yfirstandandi tímabil. Hann kom þá frá Lúxemborg þar sem hann spilaði síðasta veturinn.

Viðar segir McCauley hafa gert eitt og annað rétt en það hafi verið vilji stjórnar að fá fjölhæfari mann í bakvarðarstöðunar.

„Það var samdóma álit okkar að fá inn nýjan aðila. Aðila sem gæti komið með aðeins öðruvísi hluti að borðinu fyrir liðið. Hann hefur alveg verið að skora boltanum allt í lagi en við viljum fremur fá inn mann sem einnig getur búið til meira fyrir aðra í liðinu.“

Hafsteinn segir leit að nýjum bakverði þegar standa yfir og vonandi verður gengið frá ráðningu nýs leikmanns á allra næstu dögunum.

McCauley í skoti í leik á dögunum. Hann hefur tekið pokann sinn endanlega. Mynd Höttur.is