Skip to main content

Lygilegt að fá að spila körfubolta fyrir landið mitt

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. jún 2011 14:21Uppfært 08. jan 2016 19:22

andres_kristleifs_nm2011_web.jpg

Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmenn úr 10. flokki Hattar, léku með íslenska U-16 ára landsliðinu til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn um helgina.

 

Í úrslitaleiknum tapaði íslenska liðið fyrir því finnska 84-67 en mótið fór fram í Svíþjóð. Andrés segist mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.

„Mér fannst rosalega gaman að spila á móti og ég efast ekki um að Eysteinn hafi fundist það líka,“ sagði Andrés í samtali við Agl.is.

„Þetta er alveg klikkað tækifæri sem ekki hver sem er fær. Mér fannst lygilegt að heyra þjóðsönginn fyrir leikina og fá svo að spila körfubolta fyrir landið mitt. Þessari reynslu gleymi ég aldrei.“