Landsbankinn styrkir barna- og unglingastarf Hattar
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. júl 2011 12:23 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Nýverið undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum samstarfssamning milli félaganna tveggja. Með samningnum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar á Egilsstöðum.
Davíð segir að samningurinn mun eflaust styrkja fjárhagslega þær 6 deildir sem bjóða upp á æfingar hjá börnum og unglingum á Fljótsdalshéraði en á árinu 2010 greiddu hátt í 700 börn æfingargjöld til Hattar.
Þetta er fyrsti samningur þessarar gerðar milli Hattar og Landsbankans en bankinn hefur áður stutt við deildir með framlagi vegna ákveðinna verkefna síðustu árin.
Mynd: Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar til vinstri og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum til hægri.